Viðurkenningar fyrir lofsverðan árangur í starfi 2022
Á upplýsingafundi rektors fyrir starfsfólk þann 23. nóvember 2022 afhenti rektor fjórum starfsmönnum háskólans viðurkenningar fyrir lofsverðan árangur í starfi. Pétur Henry Petersen, prófessor við Læknadeild, hlaut viðurkenningu fyrir lofsvert framlag til kennslu; Hanna Ragnarsdóttir, prófessor við Deild kennslu- og menntunarfræði, hlaut viðurkenningu fyrir lofsvert framlag til rannsókna; Anna Helga Jónsdóttir, dósent við Raunvísindadeild, hlaut viðurkenningu fyrir lofsvert framlag til jafnréttismála; og Kristinn Ingvarsson, ljósmyndari við markaðs- og samskiptasvið, hlaut viðurkenningu fyrir lofsvert framlag til stjórnsýslu og stoðþjónustu.