• Nemendur
    Utanhúss
    Knattspyrnulið Háskóla Íslands: Skólameistarar KSÍ í knattspyrnu árið 1972. — Albert Guðmundsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, stofnaði til skólamóts í knattspyrnu allra framhaldskóla landsins árið 1968. Fyrsta mótið var haldið 1969 og þá sigraði lið Menntaskólans í Reykjavík en lið Háskóla Íslands í nokkur ár í kjölfarið. Mótið hófst að hausti og lauk vorið árið eftir. Úrslitaleikurinn fór svo ævinlega fram í apríl á hverju ári á Melavellinum og þar er þessi mynd tekin 20. apríl 1972. Um haustið 1972 fór svo liðið til Liverpool í heimsókn í háskólann þar og þar atti liðið kappi við skólalið þar á bæ. — Ólafur Þorsteinsson viðskiptafræðingur, deildarstjóri á fjármálasviði háskólans, færði skólanum myndina að gjöf. Hún er varðveitt í Íþróttahúsi skólans og sett þar upp í tilefni af áttræðisafmæli íþróttastjóra skólans, Valdimars Örnólfssonar, í febrúar 2012.