• Björn Sigurðsson, læknir og fyrsti forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Björn uppgötvaði veirur sem valda hægfara sýkingum, svo sem visnu í sauðfé. Kenningar hans um hægfara veirusýkingar urðu síðar grunnur að mikilvægum rannsóknum, t.d. á eyðni í mönnum.