• Dagur franskrar tungu.
    Hugvísindadeild
    Dagur franskrar tungu. "Í tilefni dags franskrar tungu, 20. mars, og í tilefni þess að í ár eru 200 ár liðin frá fæðingu franska rithöfundarins Victor Hugo mun Torfi Tulinius, dósent í frönsku við HÍ, halda fyrirlestur sem nefnist: Maður aldarinnar. Um Victor Hugo og Frakkland 19. aldarinnar. La Légende du siècle: Victor Hugo et la France du XIX siècle. Fyrirlesturinn verður haldinn á frönsku og íslensku í Hátíðarsal Háskóla Íslands kl. 17. Einnig verður opnuð sýning um Victor Hugo á göngum 2. hæðar í aðalbyggingu. Allir velkomnir. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, Alliance Française og franska sendiráðið á Íslandi standa í sameiningu að fyrirlestrinum, segir í fréttatilkynningu." (Morgunblaðið, 17. mars 2002)