• Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur kynnt í Þýskalandi
    Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum
    Viðamikil kynning á Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fór fram í Þýskalandi dagana 26. apríl til 2. maí 2004. Farið var til Tübingen, Stuttgart, Kiel og Berlínar Í Þýskalandi. Markmið kynningarinnar var að kynna starfsemi stofnunarinnar. Jafnframt var hugvísindadeild og alþjóðastarf stofnunarinnar kynnt með margvíslegum hætti ásamt því að kynna stöðu þýskunnar á Íslandi. Í Berlín var fundur í Humboldt-háskólanum með meðal annarra Anna-Barbara Ischinger prófessor og vararektor, Erhard Schütz prófessor og deildarforseta Heimspekideildar, Birgitte Handwerder prófessor og Uwe Brandenburg, forstöðumanni alþjóðastofnunar háskólans. Þá var NordEuropastofnunin heimsótt sem Stefanie von Schnurbein prófessor veitir forstöðu. Jón Gíslason lektor gók á móti gestunum, leiddi þá um stofnunina og bókasafnið, en þar er að finna myndarlegt safn íslenskra rita. Ennfremur bauð Richard von Weizsäcker, fyrrverandi forseti Sambandslýðveldisins, íslensku gestunum á fund sinn.
  • Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur kynnt í Þýskalandi
    Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum
    Viðamikil kynning á Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fór fram í Þýskalandi dagana 26. apríl til 2. maí 2004. Farið var til Tübingen, Stuttgart, Kiel og Berlínar Í Þýskalandi. Markmið kynningarinnar var að kynna starfsemi stofnunarinnar. Jafnframt var hugvísindadeild og alþjóðastarf stofnunarinnar kynnt með margvíslegum hætti ásamt því að kynna stöðu þýskunnar á Íslandi. Í Berlín var fundur í Humboldt-háskólanum með meðal annarra Anna-Barbara Ischinger prófessor og vararektor, Erhard Schütz prófessor og deildarforseta Heimspekideildar, Birgitte Handwerder prófessor og Uwe Brandenburg, forstöðumanni alþjóðastofnunar háskólans. Þá var NordEuropastofnunin heimsótt sem Stefanie von Schnurbein prófessor veitir forstöðu. Jón Gíslason lektor gók á móti gestunum, leiddi þá um stofnunina og bókasafnið, en þar er að finna myndarlegt safn íslenskra rita. Ennfremur bauð Richard von Weizsäcker, fyrrverandi forseti Sambandslýðveldisins, íslensku gestunum á fund sinn.