• Sama-krakkar.
    Börn
    Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum
    Unglingar
    Samaskólinn í Tromsö í Noregi var í heimsókn hér á landi dagana 6.-10. júní 2006. Í skólanum eru 16 nemendur í 2. til 10. bekk. Öll kennsla í skólanum fer fram á samísku og nær allir nemendanna tengjast hreindýrabúskap. Megintilgangur Íslandsferðarinnar var að leita svara og fræðast um það hvernig Íslendingum hefur í gegnum tíðina lánast að varðveita tungumál sitt og halda því lítt menguðu af erlendum tökuorðum. Samískan á undir högg að sækja vegna erlendra máláhrifa og vilja Samar því leita fróðleiks og fyrimyndar til okkar. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur varð þess heiðurs aðnjótandi að taka á móti nemendum og kennurum skólans meðan á dvöl þeirra stóð.