• Félagsvísindasvið
    Ráðstefnur, málþing
    Fyrirlestrar
    Þjóðarspegillinn – Rannsóknir í félagsvísindum VII 27. október 2006 – Sjöunda félagsvísindaráðstefna Háskóla Íslands var haldin af lagadeild, félagsvísindadeild og viðskipta- og hagfræðideild. Markmið ráðstefnunnar var að kynna það sem er efst á baugi í rannsóknum í félagsvísindum hér á landi og voru fyrirlesarar allir í fremstu röð á sínu sviði. Gefið var út ráðstefnurit með öllum erindum sem flutt voru á ráðstefnunni. Ráðstefnan var fjölsótt og fluttur var fjöldi fyrirlestra. Ráðstefnurit í þremur bindum var gefið út eftir ráðstefnuna með greinum byggðum á fyrirlestrunum. Ráðstefnustjóri og ritstjóri ráðstefnurits var Friðrik H. Jónsson, dósent í sálfræði.