• Fyrirlestur umhverfisráðherra 23. september 2009
    Fyrirlestrar
    Dagana 23.-25. september 2009 voru haldnir Jafnréttisdagar í Háskóla Íslands, og á dagskrá voru viðburðir af ýmsu tagi sem fjölluðu um jafnrétti í víðu samhengi, m.a. um karla og konur í fjölmiðlum, kyn og loftslagsbreytingar, fatlaða stúdenta í háskólasamfélagi, hugtök á borð við heteronormativity (gagnkynhneigt forræði) og intersectionality (samtvinnun) voru krufin, fjallað var um aðkomu kynja- og jafnréttisfræðanna að endurreisn samfélagsins, umræðufundur erlendra stúdenta var haldinn, erindi um íslenska kvennabaráttu á Coffee Meeting fyrir erlent starfsfólk, og ýmislegt fleira. Um helmingur viðburða fór fram á íslensku og um helmingur á ensku. Einn viðburður fór fram á táknmáli, þann 23. september, og var hann túlkaður fyrir þá sem ekki tala táknmál. Þar flutti Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra erindi um kyn og loftslag.