• Afhending gjafar í RIM 25. janúar 2010
    Gjafir - afhending
    Sjóðir – Rannsóknarsjóður Ingibjargar R. Magnúsdóttur
    Afhending gjafar í RIM 25. jan. 2010 - Þann 25. janúar 2010 afhendi Jón Sigvaldason gjafabréf að upphæð 100.000 kr. í Rannsóknasjóð Ingibjargar R. Magnúsdóttur. Gjöfin er til minningar um eiginkonu Jóns, Mary Alberty Sigurjónsdóttur heilsuverndarhjúkrunarkonu. Mary Alberty er fædd 20. mars 1930 en lést þann 3.ágúst 2009. Mary Alberty lauk námi frá Hjúkrunarskóla Íslands vorið 1952. Starfsferill hennar sem hjúkrunarkona hófst strax að loknu námi vorið 1952, þá vann hún á Landspítalanum. Árin 1955-1956 vann hún á ýmsum sjúkrahúsum í Svíþjóð. Veturinn 1957-1958 fór hún í framhaldsnám í heilsuvernd við Statens helsesösterskola í Osló. Eftir námið vann hún aðallega sem skólahjúkrunarkona á vegum Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Það starf var í mikilli mótun á þessum árum og kom sérnámið sér vel í þeim efnum. Mary vann meðal annars í Breiðagerðisskóla, Lækjarskóla, Hlíðaskóla og Öskjuhlíðarskóla.