• Árshátíð Háskóla Íslands 26. mars 2010
    Árshátíð
    Fagnaðir
    Starfsmenn
    Árshátíð Háskóla Íslands var haldin í Valsheimilinu að Hlíðarenda föstudaginn 26. mars 2010. Veislustjóri var Sigríður D. Þorvaldsdóttir, aðjunkt við Íslensku- og menningardeild og hátíðarræðu kvöldsins flutti Sigurður Guðmundsson, forseti Heilbrigðisvísindasviðs. Stjórnandi forsöngs var Ólafur Pétur Pálsson prófessor, deildarforseti Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideildar. Kvennakór Háskólans söng undir stjórn Margrétar Bóasdóttur og síðan léku Heimilistónar fyrir dansi og með þeim steig á stokk leynigestur úr röðum starfsmanna Háskóla Íslands og það var enginn annar en Magnús Diðrik Baldursson, skrifstofustjóri á rektorsskrifstofu.