• Afmæli Háskóla Íslands
    Gjafir
    Munir, gögn
    Gjöf til Háskóla Íslands frá Norsku rektorasamtökunum (UHR: Universitets- og høgskolerådet). Gjöfin er glerdiskur með litríkri skreytingu, handunninn af HallingGlass, PK Johnsen. Á diskinn er letrað: Islands Universitet 100 år 7. 10. 2011 Hilsen UHR Norge Framleiðandi er HallingGlass, Sentrumsvegen 18, N-3550 Gol, Noregi. Ola Stave, framkvæmdastjóri samtakanna (UHR), afhenti Kristínu Ingólfsdóttur rektor gjöfina í Norræna húsinu 7. október 2011 í hádegisverðarboði hennar með erlendum gestum í tilefni af aldarafmæli skólans. Gjöfinni fylgdi kort, undirritað af Jan I. Haaland formanni samtakanna og Ola Stave, sem á segir: Haskoli Islands De beste gratulasjoner for de förste 100 år - jubileet - og de kommende 100 år. Beste hilsen UHR - Norge Jan I. Haaland Ola Stave Diskurinn er varðveittur á skrifstofu rektors en kortið á skjalasafni Háskóla Íslands.