• Hátíðarmálþing Háskóla Íslands
    Afmæli Háskóla Íslands
    Ráðstefnur, málþing
    Hátíðarmálþing í Háskólabíói vegna hundrað ára afmælis skólans. Þingið var nefnt „Áskoranir 21. aldar. Hátíðarmálþing Háskóla Íslands í tilefni af aldarafmæli skólans 7. október 2011.“ Á ensku var þingið nefnt „Worldwide Challenges of the 21st Century. Centennial Symposium of The University of Iceland, October 7, 2011.“ Bæði innlendir fyrirlesarar, sem og heimsfrægir erlendir gestir, fluttu ákaflega áhugaverð erindi um mörg þau brýnustu mál sem brenna á samfélagi voru, nú þegar Háskóli Íslands er einnar aldar gamall.