• Vísindamaður ársins
    Úthlutun styrkja
    Sjóðir, styrkir og verðlaun
    Fyrirtæki og stofnanir utan HÍ
    Uppeldis- og menntunarfræðideild
    Vísindamaður ársins 2011 – Ásusjóður – Kristján Kristjánsson, prófessor í heimspeki menntunar við Uppeldis- og menntunarfræðideild Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, fékk afhent heiðursverðlaun úr Verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright, Ásusjóði, við hátíðlega athöfn í Þjóðminjasafninu hinn 27. desember 2011. Þetta er í 43. sinn sem úthlutað er úr Ásusjóði og hafa fjölmargir vísinda- og fræðimenn innan Háskóla Íslands hlotið viðurkenningu úr sjóðnum fyrir vísindaafrek sín. Þar má nefna Sigurð Nordal, Margréti Guðnadóttir og Sigmund Guðbjarnason og í fyrra hlaut Inga Þórsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, verðlaunin. Þeir sem hljóta verðlaunin hljóta nafnbótina æsir og ásynjur. Verðlaunin eru heiðursskjal og silfurpeningur með lágmynd Ásu og merki Vísindafélags Íslendinga, nafn þiggjanda og ártal er grafið í jaðarinn og fylgir í ár vegleg peningagjöf. – Um sjóðinn Verðlaunasjóður Ásu Guðmundsdóttur Wright, Ásusjóður, var stofnaður á hálfrar aldar afmæli Vísindafélags Íslendinga árið 1968. Sjóðinn stofnaði Ása til minningar um eiginmann sinn, ættingja og aðra venslamenn. Ása Guðmundsdóttir Wright fæddist á Íslandi árið 1892. Ása og eiginmaður hennar, lögmaðurinn dr. Henry Newcomb Wright, settust að á Trínidad í Vestur-Indíum í lok síðari heimsstyrjaldarinnar, en eyjan var þá bresk nýlenda. Þar ráku þau planekru lengi. Þegar Ása seldi búgarðinn sá hún um að andvirði eignarinnar yrði meðal annars varið til stofnunar þessa verðlaunasjóðs í tengslum við Vísindafélag Íslendinga.