• Doktorsvörn HÍ - Gunnar Þorgilsson
    Doktorsvarnir
    Raunvísindadeild
    Doktorsvörn í eðlisfræði – 24. febrúar 2012 – Gunnar Þorgilsson Gunnar Þorgilsson varði doktorsritgerð sína „Reiknilíkön af rafeindaflutningi um örsmá hálfleiðarakerfi með spuna og brautarvíxlverkun Rashba“ (e. Modeling transport through semiconductor nanostructures with Rashba spin-orbit interaction) 24. febrúar 2012 við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Guðmundur G. Haraldsson, forseti Raunvísindadeildar, stýrði athöfninni í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Andmælendur voru Ewelina M. Hankiewicz, dósent við Institute for Theoretical Physics and Astrophysics, við háskólann í Würzburg í Þýskalandi, og Kristján Leósson, vísindamaður við Raunvísindstofnun Háskóla Íslands. Leiðbeinandi Gunnars var Sigurður Ingi Erlingsson, dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, og með honum í doktorsnefnd voru Viðar Guðmundsson prófessor við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands og Andrei Manolescu prófessor við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Ritgerðin fjallar um reiknilíkanagerð af rafeindaflutningi um örsmá hálfleiðarakerfi með spuna og brautarvíxlverkun Rashba. Gert var reiknilíkan af tveimur tegundum af tvívíðum hálfleiðarakerfum, annars vegar af fjögurra tengja uppsetningu fyrir spunahrif Halls og hins vegar af skammtavír með fleigboga innilokunarmætti og lotubundnu mætti. Hvað varðar kerfi með uppsetningu fyrir spunahrif Halls var sýnt fram á að mikill munur er á spunaleiðni eftir því hvort notuð eru tengi með skörpum hornum annars vegar eða rúnuðum hornum hins vegar. Hvað varðar skammtavír með fleigboga innilokunarmætti var sýnt fram á að samanlögð áhrif lotubundins mættis og spuna og brautarvíxlverkun Rashba mynda geilar í orkurófi rafeindanna sem eru hliðraðar frá plönum Braggs. Út frá hliðrun orkugeilanna er mögulegt að mæla styrk spuna og brautarvíxlverkun Rashba með einfaldri leiðnimælingu, án utanaðkomandi segulsviðs eða ljósuppsprettu. Verkefnið var styrkt af Rannís og Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands.
  • Doktorsvörn HÍ - Gunnar Þorgilsson
    Doktorsvarnir
    Raunvísindadeild
    Doktorsvörn í eðlisfræði – 24. febrúar 2012 – Gunnar Þorgilsson Gunnar Þorgilsson varði doktorsritgerð sína „Reiknilíkön af rafeindaflutningi um örsmá hálfleiðarakerfi með spuna og brautarvíxlverkun Rashba“ (e. Modeling transport through semiconductor nanostructures with Rashba spin-orbit interaction) 24. febrúar 2012 við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Guðmundur G. Haraldsson, forseti Raunvísindadeildar, stýrði athöfninni í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Andmælendur voru Ewelina M. Hankiewicz, dósent við Institute for Theoretical Physics and Astrophysics, við háskólann í Würzburg í Þýskalandi, og Kristján Leósson, vísindamaður við Raunvísindstofnun Háskóla Íslands. Leiðbeinandi Gunnars var Sigurður Ingi Erlingsson, dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, og með honum í doktorsnefnd voru Viðar Guðmundsson prófessor við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands og Andrei Manolescu prófessor við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Ritgerðin fjallar um reiknilíkanagerð af rafeindaflutningi um örsmá hálfleiðarakerfi með spuna og brautarvíxlverkun Rashba. Gert var reiknilíkan af tveimur tegundum af tvívíðum hálfleiðarakerfum, annars vegar af fjögurra tengja uppsetningu fyrir spunahrif Halls og hins vegar af skammtavír með fleigboga innilokunarmætti og lotubundnu mætti. Hvað varðar kerfi með uppsetningu fyrir spunahrif Halls var sýnt fram á að mikill munur er á spunaleiðni eftir því hvort notuð eru tengi með skörpum hornum annars vegar eða rúnuðum hornum hins vegar. Hvað varðar skammtavír með fleigboga innilokunarmætti var sýnt fram á að samanlögð áhrif lotubundins mættis og spuna og brautarvíxlverkun Rashba mynda geilar í orkurófi rafeindanna sem eru hliðraðar frá plönum Braggs. Út frá hliðrun orkugeilanna er mögulegt að mæla styrk spuna og brautarvíxlverkun Rashba með einfaldri leiðnimælingu, án utanaðkomandi segulsviðs eða ljósuppsprettu. Verkefnið var styrkt af Rannís og Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands.