• Nemendur
    Verkfræði- og náttúruvísindasvið
    Keppni í hönnun kappakstursbíla - Formula Student - Hópur nemenda úr verkfræðideildum Háskóla Íslands og hönnunardeild Listaháskóla Íslands tók á dögunum þátt í árlegri keppni háskólanema í hönnun og smíði kappakstursbíla, Formula Student. Keppnin fór fram á Silverstone-kappakstursbrautinni í Bretlandi. Rúmlega 110 skólar tóku þátt í keppninni og var samkeppnin því hörð. Keppnin er tvískipt. Í fyrri hluta er farið yfir hönnun og smíði bílsins auk þess sem keppendur þurfa að gera grein fyrir kostnaði við hönnunina og hvernig hægt væri að fjöldaframleiða bílinn. Í lok fyrri hluta er síðan öryggispróf þar sem kannað er hvort öll kerfi bílsins standast þær ströngu öryggiskröfur sem gerðar eru til kappakstursbíla. Standist bíllinn prófið kemst liðið áfram í næsta hluta, aksturshlutann, þar sem reynt er á aksturshæfni bílsins með tilliti til hröðunar, eldsneytiseyðslu og fleiri þátta. Að þessu sinni komst rafkerfi íslenska bílsins ekki í gegnum öryggisprófið og lauk því íslenska liðið keppni í fyrri hluta. Ari Elísson, meistaranemi í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og einn liðsmanna íslenska liðsins, sagði liðsmenn hálfpartinn hafa búist við því að rafkerfið myndi falla á öryggisprófinu. Þetta var í annað sinn sem liðið tók þátt í keppninni. Árið 2011 fékk liðið ýmsar gagnlegar ábendingar og eftir heimkomuna var smíðaður algjörlega nýr bíll. Ari telur ólíklegt svo verði nú því að bíllinn sé nánast tilbúinn. Liðið stefnir að því að vinna enn frekar í bílnum fram að næstu keppni, sem er að ári. Aðrir nemendur verða þó líklega í liðinu þá. Chalmers-tækniháskólinn í Gautaborg í Svíþjóð fór með sigur af hólmi í keppninni og varð þar með fyrsti skólinn á Norðurlöndunum sem sigraði í keppninni.
  • Nemendur
    Verkfræði- og náttúruvísindasvið
    Keppni í hönnun kappakstursbíla - Formula Student - Hópur nemenda úr verkfræðideildum Háskóla Íslands og hönnunardeild Listaháskóla Íslands tók á dögunum þátt í árlegri keppni háskólanema í hönnun og smíði kappakstursbíla, Formula Student. Keppnin fór fram á Silverstone-kappakstursbrautinni í Bretlandi. Rúmlega 110 skólar tóku þátt í keppninni og var samkeppnin því hörð. Keppnin er tvískipt. Í fyrri hluta er farið yfir hönnun og smíði bílsins auk þess sem keppendur þurfa að gera grein fyrir kostnaði við hönnunina og hvernig hægt væri að fjöldaframleiða bílinn. Í lok fyrri hluta er síðan öryggispróf þar sem kannað er hvort öll kerfi bílsins standast þær ströngu öryggiskröfur sem gerðar eru til kappakstursbíla. Standist bíllinn prófið kemst liðið áfram í næsta hluta, aksturshlutann, þar sem reynt er á aksturshæfni bílsins með tilliti til hröðunar, eldsneytiseyðslu og fleiri þátta. Að þessu sinni komst rafkerfi íslenska bílsins ekki í gegnum öryggisprófið og lauk því íslenska liðið keppni í fyrri hluta. Ari Elísson, meistaranemi í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og einn liðsmanna íslenska liðsins, sagði liðsmenn hálfpartinn hafa búist við því að rafkerfið myndi falla á öryggisprófinu. Þetta var í annað sinn sem liðið tók þátt í keppninni. Árið 2011 fékk liðið ýmsar gagnlegar ábendingar og eftir heimkomuna var smíðaður algjörlega nýr bíll. Ari telur ólíklegt svo verði nú því að bíllinn sé nánast tilbúinn. Liðið stefnir að því að vinna enn frekar í bílnum fram að næstu keppni, sem er að ári. Aðrir nemendur verða þó líklega í liðinu þá. Chalmers-tækniháskólinn í Gautaborg í Svíþjóð fór með sigur af hólmi í keppninni og varð þar með fyrsti skólinn á Norðurlöndunum sem sigraði í keppninni.