• Nemendur
    Viðurkenningar
    Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild
    Fyrirtæki og stofnanir utan HÍ
    Frumkvöðlakeppnin Gulleggið 2012 – Verkfræðinemar – Sprotafyrirtækið RemindMe bar sigur úr býtum í frumkvöðlakeppninni Gullegginu 2012 sem Innovit stendur árlega fyrir. Fimm nemendur úr iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands standa á bak við fyrirtækið. Hugmyndina fengu nemendurnir í kennslustund er þeir áttu að vinna að nýsköpun og útbúa viðskiptaáætlun til að markaðssetja útkomuna. Hugmyndin gengur út á að þróa sjálfvirkan og læsanlegan lyfjaskammtara sem stuðlar að markvissari og betri lyfjameðferð en annars næst oft. Skammtarinn er forritanlegur og því er hægt að stilla hann eftir því hvenær sjúklingar eiga að taka lyfin sín. Þetta gagnast mest fólki sem hættir til að gleyma að taka þau. Vandamálið er kallað á fagmáli „skortur á meðferðarheldni lyfjagjafa“ og er þekkt um allan heim. Því stefnir hópurinn á að lyfjaskammtarinn verði fyrst markaðssettur hérlendis en síðan er stefnt á útflutning.