• Háskóli Íslands - Brautskráning kandídata
    Brautskráning
    Móttökur
    Brautskráning í Háskólabíói 23. febrúar 2013 – Laugardaginn 23. febrúar 2013 voru 467 kandídatar brautskráðir frá Háskóla Íslands með 469 próf. Athöfnin fór fram í Háskólabíói og hófst hún kl. 13. Fyrir athöfnina léku Ari Bragi Kárason á trompet, Kjartan Valdimarsson á píanó og Birgir Bragason á kontrabassa. Kynnir á athöfninni var Sif Ríkharðsdóttir, lektor við Íslensku- og menningardeild. Eftir afhendingu prófskírteina flutti og rektor skólans ræðu. Loks söng Háskólakórinn nokkur lög undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar við undirleik Stefaníu Óskar Margeirsdóttur.