• Doktorsvörn - Læknadeild - Ingibjörg Georgsdóttir
    Doktorsvarnir
    Læknadeild
    Doktorsvörn í læknavísindum – Ingibjörg Georgsdóttir – 18. október 2013 – Ingibjörg Georgsdóttir varði doktorsritgerð sína, Litlir fyrirburar – Lifun, heilsa og þroski, við Læknadeild Háskóla Íslands 18. október 2013. Magnús Karl Magnússon, forseti deildarinnar, stjórnaði athöfninni í Hátíðasal skólans. Andmælendur voru Neil Marlow, prófessor í barnalækningum við University College í London, og Baldvin Jónsson, yfirlæknir á vökudeild Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi. Umsjónarkennari var Ásgeir Haraldsson, prófessor við Læknadeild og yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins, og leiðbeinandi var Atli Dagbjartsson, barnalæknir, prófessor emeritus og fyrrverandi yfirlæknir. Aðrir í doktorsnefnd voru Evald E. Sæmundsen, sálfræðingur og sviðsstjóri Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins, Snæfríður Þóra Egilson, iðjuþjálfi, prófessor við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri, og Ragnar Bjarnason, dósent og yfirlæknir við Barnaspítala Hringsins. Markmið doktorsrannsóknarinnar var að meta lífslíkur og langtímahorfur fyrirbura sem voru léttari en 1000 g við fæðingu og bera saman við fullburða börn. Grunnupplýsingum var safnað og fyrirburarnir og samanburðarbörn gengust undir þverfaglegar athuganir við 5 ára aldur og á unglingsárum. Hlutfall barna með líkamlega eða andlega hömlun við 5 ára aldur var 16-19% meðal fyrirburanna og einungis fjórðungur þeirra stóð jafnfætis jafnöldrum við 5 ára aldur. Á unglingsárum glímdi meirihluti fyrirburanna við langvinna sjúkdóma og námserfiðleika og fyrirburar áttu frekar við hegðunarvandræði að etja en jafnaldrar þeirra og þeir urðu frekar fyrir einelti. Fyrirburaunglingar mátu lífsgæði sín lakari en jafnaldrar, þegar litið var til líkamlegra og tilfinningalegra þátta, en félagsleg virkni þeirra og þátttaka var metin sambærileg. Þriðjungur fyrirburaunglinganna stóð jafnfætis jafnöldrum og fjórðungur var með staðfesta hömlun: þroskahömlun, hreyfihömlun, einhverfu, sjónskerðingu og/eða heyrnarskerðingu.
  • Doktorsvörn - Læknadeild - Ingibjörg Georgsdóttir
    Doktorsvarnir
    Læknadeild
    Doktorsvörn í læknavísindum – Ingibjörg Georgsdóttir – 18. október 2013 – Ingibjörg Georgsdóttir varði doktorsritgerð sína, Litlir fyrirburar – Lifun, heilsa og þroski, við Læknadeild Háskóla Íslands 18. október 2013. Magnús Karl Magnússon, forseti deildarinnar, stjórnaði athöfninni í Hátíðasal skólans. Andmælendur voru Neil Marlow, prófessor í barnalækningum við University College í London, og Baldvin Jónsson, yfirlæknir á vökudeild Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi. Umsjónarkennari var Ásgeir Haraldsson, prófessor við Læknadeild og yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins, og leiðbeinandi var Atli Dagbjartsson, barnalæknir, prófessor emeritus og fyrrverandi yfirlæknir. Aðrir í doktorsnefnd voru Evald E. Sæmundsen, sálfræðingur og sviðsstjóri Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins, Snæfríður Þóra Egilson, iðjuþjálfi, prófessor við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri, og Ragnar Bjarnason, dósent og yfirlæknir við Barnaspítala Hringsins. Markmið doktorsrannsóknarinnar var að meta lífslíkur og langtímahorfur fyrirbura sem voru léttari en 1000 g við fæðingu og bera saman við fullburða börn. Grunnupplýsingum var safnað og fyrirburarnir og samanburðarbörn gengust undir þverfaglegar athuganir við 5 ára aldur og á unglingsárum. Hlutfall barna með líkamlega eða andlega hömlun við 5 ára aldur var 16-19% meðal fyrirburanna og einungis fjórðungur þeirra stóð jafnfætis jafnöldrum við 5 ára aldur. Á unglingsárum glímdi meirihluti fyrirburanna við langvinna sjúkdóma og námserfiðleika og fyrirburar áttu frekar við hegðunarvandræði að etja en jafnaldrar þeirra og þeir urðu frekar fyrir einelti. Fyrirburaunglingar mátu lífsgæði sín lakari en jafnaldrar, þegar litið var til líkamlegra og tilfinningalegra þátta, en félagsleg virkni þeirra og þátttaka var metin sambærileg. Þriðjungur fyrirburaunglinganna stóð jafnfætis jafnöldrum og fjórðungur var með staðfesta hömlun: þroskahömlun, hreyfihömlun, einhverfu, sjónskerðingu og/eða heyrnarskerðingu.