• Elena V. Ukhatskaya - doktorsvörn - Lyfjafræðideild
    Doktorsvarnir
    Lyfjafræðideild
    Doktorsvörn í lyfjavísindum – Elena Ukhatskaya – 5. desember 2013 – Elena V. Ukhatskaya varði ritgerð sína, Katjónískar amínókalix[4]aren-lyfjaferjur (Cationic amphiphilic quaternized aminocalix[4]arenes as novel potential drug delivery vehicles (vectors)), við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands 5. desember 2013. Már Másson, forseti deildarinnar, stjórnaði athöfninni í Hátíðasal skólans. Leiðbeinandi doktorsefnisins var Þorsteinn Loftsson, prófessor við Lyfjafræðideild. Andmælendur voru Antonio Mazzaglia, vísindamaður við Háskólann í Messina, og Sveinbjörn Gizurarson, prófessor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin fjallar um rannsóknir á amínókalixaren-lyfjaferjum og áhrif ferjanna á örverur. Nokkrar gerðir af vatnsleysanlegum amínókalixaren-samböndum voru rannsökuð með tilliti til notkunar þeirra í lyfjaiðnaði, bæði sem lyfjaferjur og sem virk efnasambönd. Í samstarfi við rannsóknarhópa í Bretlandi og Úkraínu voru þrjú amínókalix[4]aren samtengd. Hæfni þeirra til að hópa sig saman og mynda nanóagnir og mísellur var könnuð með því að mæla flutning þeirra í gegnum hálfgegndræpar himnur. DLS-aðferð og rafeindarsmásjártækni (TEM) var beitt til að ákvarða stærðardreifingu agnanna. Bakteríudrepandi eiginleikar þeirra gegn gram-jákvæðum og gram-neikvæðum örverum voru rannsakaðir sem og eituráhrif þeirra í frumuræktun. Hæfni þeirra til að auka vatnsleysanleika torleysanlegra lyfja var líka könnuð. Niðurstöðurnar sýna að amínókalix[4]aren hópa sig saman og mynda nanóagnir og mísellur. Amínókalix[4]aren auka leysanleika torleysanlegra lyfja í vatni og hafa oft meiri áhrif á leysanleikann en sýklódextrín. Þau þrjú afbrigði af amínókalix[4]arenum sem voru rannsökuð gáfu litla sem enga eitursvörun í frumuræktun og höfðu lítil áhrif á rauð blóðkorn en höfðu ágæt bakteríudrepandi áhrif gegn bæði Gram-neikvæðum og Gram-jákvæðum örverum. Niðurstöður benda eindregið til þess að amínókalix[4]aren myndi nanóagnir sem henti vel sem lyfjaferjur.
  • Elena V. Ukhatskaya - doktorsvörn - Lyfjafræðideild
    Doktorsvarnir
    Lyfjafræðideild
    Doktorsvörn í lyfjavísindum – Elena Ukhatskaya – 5. desember 2013 – Elena V. Ukhatskaya varði ritgerð sína, Katjónískar amínókalix[4]aren-lyfjaferjur (Cationic amphiphilic quaternized aminocalix[4]arenes as novel potential drug delivery vehicles (vectors)), við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands 5. desember 2013. Már Másson, forseti deildarinnar, stjórnaði athöfninni í Hátíðasal skólans. Leiðbeinandi doktorsefnisins var Þorsteinn Loftsson, prófessor við Lyfjafræðideild. Andmælendur voru Antonio Mazzaglia, vísindamaður við Háskólann í Messina, og Sveinbjörn Gizurarson, prófessor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin fjallar um rannsóknir á amínókalixaren-lyfjaferjum og áhrif ferjanna á örverur. Nokkrar gerðir af vatnsleysanlegum amínókalixaren-samböndum voru rannsökuð með tilliti til notkunar þeirra í lyfjaiðnaði, bæði sem lyfjaferjur og sem virk efnasambönd. Í samstarfi við rannsóknarhópa í Bretlandi og Úkraínu voru þrjú amínókalix[4]aren samtengd. Hæfni þeirra til að hópa sig saman og mynda nanóagnir og mísellur var könnuð með því að mæla flutning þeirra í gegnum hálfgegndræpar himnur. DLS-aðferð og rafeindarsmásjártækni (TEM) var beitt til að ákvarða stærðardreifingu agnanna. Bakteríudrepandi eiginleikar þeirra gegn gram-jákvæðum og gram-neikvæðum örverum voru rannsakaðir sem og eituráhrif þeirra í frumuræktun. Hæfni þeirra til að auka vatnsleysanleika torleysanlegra lyfja var líka könnuð. Niðurstöðurnar sýna að amínókalix[4]aren hópa sig saman og mynda nanóagnir og mísellur. Amínókalix[4]aren auka leysanleika torleysanlegra lyfja í vatni og hafa oft meiri áhrif á leysanleikann en sýklódextrín. Þau þrjú afbrigði af amínókalix[4]arenum sem voru rannsökuð gáfu litla sem enga eitursvörun í frumuræktun og höfðu lítil áhrif á rauð blóðkorn en höfðu ágæt bakteríudrepandi áhrif gegn bæði Gram-neikvæðum og Gram-jákvæðum örverum. Niðurstöður benda eindregið til þess að amínókalix[4]aren myndi nanóagnir sem henti vel sem lyfjaferjur.