• Styrkir til framhaldsnáms
    Styrkir
    Úthlutun styrkja
    Erlend samskipti
    Nemendur
    Samstarf
    Utanhúss
    Vorið 2013 voru styrkir veittir til sumarnáms í þremur bandarískum háskólum. Hér eru styrkþegarnir sem hlutu styrki til að fara til California Institute of Technology – Caltech – í Pasadena í Kaliforníu og Purdue University í Indiana.
  • Styrkir til framhaldsnáms
    Styrkir
    Úthlutun styrkja
    Nemendur
    Erlend samskipti
    Samstarf
    Sumarið 2013 hljóta þrír grunnnemar við Háskóla Íslands styrk til að vinna tíu vikna verkefni við California Institute of Technology – Caltech – í Pasadena í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Nemendurnir sem halda til Caltech eru Adam Þór Þorgeirsson, nemi í vélaverkfræði, Kristján Eldjárn Hjörleifsson, nemi í tölvunarfræði, og Sólrún Halla Einarsdóttir, nemi í stærðfræði og tölvunarfræði. Þessum styrkjum er nú úthlutað í sjötta sinn en Háskóli Íslands og Caltech undirrituðu árið 2008 samning um aukið samstarf í kennslu og rannsóknum. Um er að ræða svokölluð SURF-verkefni (Summer Undergraduate Research Fellowship) hjá Caltech, en SURF gengur út á rannsóknarsamstarf á milli leiðbeinanda og nemanda í grunnnámi. Í sumar mun einn bandarískur nemandi frá Caltech vinna tíu vikna rannsóknarverkefni við Háskóla Íslands undir leiðsögn Páls Jakobssonar, prófessors í stjarneðlisfræði. Caltech-háskóli er einn fremsti rannsóknarháskóli heims. Skólinn er lítill, með um 2000 nemendur, og þar er megináhersla lögð á raunvísindi, lífvísindi og verkfræði. Samstarf Háskóla Íslands og Caltech hefur verið einkar farsælt og það er frábært tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands að fá að vinna með nemendum og starfsfólki Caltech í SURF-verkefnunum.
  • Styrkir til framhaldsnáms
    Erlend samskipti
    Styrkir
    Úthlutun styrkja
    Nemendur
    Utanhúss
    Samstarf
    Sumarið 2013 hljóta tveir grunnnemar í verkfræði við Háskóla Íslands styrk til að vinna ellefu vikna rannsóknarverkefni við Purdue University í Indiana í Bandaríkjunum. Um er að ræða nýtt samstarf milli háskólanna en Purdue-háskóli er einn stærsti og virtasti háskóli Bandaríkjanna á sviði verkfræði. Þeir sem hljóta styrkinn eru Aðalsteinn Axelsson, nemi í vélaverkfræði, og Ásbjörg Einarsdóttir, nemi í iðnaðarverkfræði, en þau luku í vor öðru ári náms við Háskóla Íslands. Háskóli Íslands og Purdue University tóku fyrr á þessu ári upp samstarf um nemendaskipti í rannsóknatengdu sumarnámi. Um er að ræða svokölluð SURF-verkefni (Summer Undergraduate Research Fellowship) hjá Purdue, en í því felst rannsóknarsamstarf á milli leiðbeinanda og nemanda í grunnnámi. Sumarið 2013 vinna einnig tveir bandarískir nemendur frá Purdue University rannsóknarverkefni við Háskóla Íslands en leiðbeinendur þeirra eru Rúnar Unnþórsson, lektor í véla- og iðnaðarverkfræði, og Kristján Leósson, vísindamaður við Raunvísindastofnun. Purdue University er í West Lafayette í Indiana og er einn af kunnustu háskólum Bandaríkjanna og þar er megináhersla lögð á verkfræði og raunvísindi. Skólinn er gríðaröflugur í rannsóknum þar í landi og hefur þá sérstöðu að hafa verið í forystuhlutverki á sviði flug- og geimvísinda um langt árabil. Með samstarfi Háskóla Íslands og Purdue hefur því opnast frábært tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands.
  • Styrkir til framhaldsnáms
    Erlend samskipti
    Styrkir
    Nemendur
    Úthlutun styrkja
    Utanhúss
    Samstarf
    Sumarið 2013 hljóta tveir grunnnemar í verkfræði við Háskóla Íslands styrk til að vinna ellefu vikna rannsóknarverkefni við Purdue University í Indiana í Bandaríkjunum. Um er að ræða nýtt samstarf milli háskólanna en Purdue-háskóli er einn stærsti og virtasti háskóli Bandaríkjanna á sviði verkfræði. Þeir sem hljóta styrkinn eru Aðalsteinn Axelsson, nemi í vélaverkfræði, og Ásbjörg Einarsdóttir, nemi í iðnaðarverkfræði, en þau luku í vor öðru ári náms við Háskóla Íslands. Háskóli Íslands og Purdue University tóku fyrr á þessu ári upp samstarf um nemendaskipti í rannsóknatengdu sumarnámi. Um er að ræða svokölluð SURF-verkefni (Summer Undergraduate Research Fellowship) hjá Purdue, en í því felst rannsóknarsamstarf á milli leiðbeinanda og nemanda í grunnnámi. Sumarið 2013 vinna einnig tveir bandarískir nemendur frá Purdue University rannsóknarverkefni við Háskóla Íslands en leiðbeinendur þeirra eru Rúnar Unnþórsson, lektor í véla- og iðnaðarverkfræði, og Kristján Leósson, vísindamaður við Raunvísindastofnun. Purdue University er í West Lafayette í Indiana og er einn af kunnustu háskólum Bandaríkjanna og þar er megináhersla lögð á verkfræði og raunvísindi. Skólinn er gríðaröflugur í rannsóknum þar í landi og hefur þá sérstöðu að hafa verið í forystuhlutverki á sviði flug- og geimvísinda um langt árabil. Með samstarfi Háskóla Íslands og Purdue hefur því opnast frábært tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands.
  • Styrkir til framhaldsnáms
    Styrkir
    Úthlutun styrkja
    Nemendur
    Erlend samskipti
    Samstarf
    Utanhúss
    Vorið 2013 voru styrkir veittir til sumarnáms í þremur bandarískum háskólum. Hér eru styrkþegarnir sem hlutu styrki til að fara til California Institute of Technology – Caltech – í Pasadena í Kaliforníu og Purdue University í Indiana.
  • Styrkir til framhaldsnáms
    Erlend samskipti
    Samstarf
    Nemendur
    Styrkir
    Úthlutun styrkja
    Utanhúss
    Vorið 2013 voru styrkir veittir til sumarnáms í þremur bandarískum háskólum. Hér eru styrkþegarnir sem hlutu styrki til að fara til California Institute of Technology – Caltech – í Pasadena í Kaliforníu og Purdue University í Indiana.
  • Styrkir til framhaldsnáms
    Styrkir
    Úthlutun styrkja
    Nemendur
    Erlend samskipti
    Samstarf
    Utanhúss
    Sumarið 2013 hljóta þrír grunnnemar við Háskóla Íslands styrk til að vinna tíu vikna verkefni við California Institute of Technology – Caltech – í Pasadena í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Nemendurnir sem halda til Caltech eru Adam Þór Þorgeirsson, nemi í vélaverkfræði, Kristján Eldjárn Hjörleifsson, nemi í tölvunarfræði, og Sólrún Halla Einarsdóttir, nemi í stærðfræði og tölvunarfræði. Þessum styrkjum er nú úthlutað í sjötta sinn en Háskóli Íslands og Caltech undirrituðu árið 2008 samning um aukið samstarf í kennslu og rannsóknum. Um er að ræða svokölluð SURF-verkefni (Summer Undergraduate Research Fellowship) hjá Caltech, en SURF gengur út á rannsóknarsamstarf á milli leiðbeinanda og nemanda í grunnnámi. Í sumar mun einn bandarískur nemandi frá Caltech vinna tíu vikna rannsóknarverkefni við Háskóla Íslands undir leiðsögn Páls Jakobssonar, prófessors í stjarneðlisfræði. Caltech-háskóli er einn fremsti rannsóknarháskóli heims. Skólinn er lítill, með um 2000 nemendur, og þar er megináhersla lögð á raunvísindi, lífvísindi og verkfræði. Samstarf Háskóla Íslands og Caltech hefur verið einkar farsælt og það er frábært tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands að fá að vinna með nemendum og starfsfólki Caltech í SURF-verkefnunum.