• Alþjóðasamskipti
    Verðlaun
    Rafmagns- og tölvuverkfræðideild
    Alþjóðleg verðlaun fyrir vísindagrein um fjarkönnun – Vísindamenn við Háskóla Íslands hlutu alþjóðleg verðlaun fyrir áhrifamestu vísindagreinina í heiminum á sviði fjarkönnunar en verðlaunin gilda fyrir vísindabirtingar árin 2008 til 2012. Yfir þrjú þúsund vísindagreinar voru birtar í vísindatímaritum á sviði fjarkönnunar á framangreindu tímabili og þótti grein Háskóla Íslands áhrifamest þeirra allra að mati alþjóðlegrar dómnefndar. Verðlaunin voru afhent 26. júlí 2013 á alþjóðlega þinginu 2013 IEEE International Geoscience and Remote Sensing Symposium sem haldið var í Melbourne í Ástralíu. Fjarkönnun felst m.a. í rannsóknum og gagnaöflun á yfirborði lands og sjávar, í andrúmsloftinu og í geimnum. Verðlaunin hljóta Jón Atli Benediktsson, aðstoðarrektor vísinda og kennslu við Háskóla Íslands og prófessor við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild, Jóhannes R. Sveinsson, deildarforseti og prófessor við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild, Jocelyn Chanussot, gestaprófessor við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild, og Mathieu Fauvel, doktor frá Háskóla Íslands. Verðlaunin veitir alþjóðlegt félag vísindamanna á sviði fjarkönnunar (IEEE Geoscience and Remote Sensing Society). Greinin sem fékk viðurkenninguna ber heitið Spectral and Spatial Classification of Hyperspectral Data Using SVMs and Morphological Profiles, og birtist hún í tímaritinu IEEE Transactions on Geoscience and Remote Sensing. Hún fjallar um nákvæmar aðferðir til greiningar og flokkunar fjarkönnunarmynda. Greinin byggist á kenningum sem þróaðar hafa verið við rannsóknir við Háskóla Íslands undanfarinn áratug og var rannsóknunum m.a. fram haldið í doktorsverkefni eins verðlaunahafans, Mathieus Fauvel. Jón Atli og Chanussot voru leiðbeinendur hans en Chanussot er prófessor við Tækniháskólann í Grenoble ásamt því að vera gestaprófessor við Háskóla Íslands. Mathieu Fauvel starfar nú sem dósent við Háskólann í Toulouse í Frakklandi.
  • Alþjóðasamskipti
    Verðlaun
    Rafmagns- og tölvuverkfræðideild
    Alþjóðleg verðlaun fyrir vísindagrein um fjarkönnun – Vísindamenn við Háskóla Íslands hlutu alþjóðleg verðlaun fyrir áhrifamestu vísindagreinina í heiminum á sviði fjarkönnunar en verðlaunin gilda fyrir vísindabirtingar árin 2008 til 2012. Yfir þrjú þúsund vísindagreinar voru birtar í vísindatímaritum á sviði fjarkönnunar á framangreindu tímabili og þótti grein Háskóla Íslands áhrifamest þeirra allra að mati alþjóðlegrar dómnefndar. Verðlaunin voru afhent 26. júlí 2013 á alþjóðlega þinginu 2013 IEEE International Geoscience and Remote Sensing Symposium sem haldið var í Melbourne í Ástralíu. Fjarkönnun felst m.a. í rannsóknum og gagnaöflun á yfirborði lands og sjávar, í andrúmsloftinu og í geimnum. Verðlaunin hljóta Jón Atli Benediktsson, aðstoðarrektor vísinda og kennslu við Háskóla Íslands og prófessor við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild, Jóhannes R. Sveinsson, deildarforseti og prófessor við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild, Jocelyn Chanussot, gestaprófessor við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild, og Mathieu Fauvel, doktor frá Háskóla Íslands. Verðlaunin veitir alþjóðlegt félag vísindamanna á sviði fjarkönnunar (IEEE Geoscience and Remote Sensing Society). Greinin sem fékk viðurkenninguna ber heitið Spectral and Spatial Classification of Hyperspectral Data Using SVMs and Morphological Profiles, og birtist hún í tímaritinu IEEE Transactions on Geoscience and Remote Sensing. Hún fjallar um nákvæmar aðferðir til greiningar og flokkunar fjarkönnunarmynda. Greinin byggist á kenningum sem þróaðar hafa verið við rannsóknir við Háskóla Íslands undanfarinn áratug og var rannsóknunum m.a. fram haldið í doktorsverkefni eins verðlaunahafans, Mathieus Fauvel. Jón Atli og Chanussot voru leiðbeinendur hans en Chanussot er prófessor við Tækniháskólann í Grenoble ásamt því að vera gestaprófessor við Háskóla Íslands. Mathieu Fauvel starfar nú sem dósent við Háskólann í Toulouse í Frakklandi.