• Verðlaun
    Viðurkenningar
    Landspítali
    Læknadeild
    Hvatningarstyrkir úr Vísindasjóði Landspítala – úthlutun 29. nóvember 2013 – Þrír rannsóknahópar undir forystu prófessora við Læknadeild Háskóla Íslands hlutu hvatningarstyrki haustið 2013 úr Vísindasjóði Landspítala til rannsókna. Styrkina afhenti Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, en meðal viðstaddra var Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Þetta er í fjórða sinn sem styrkir af þessu tagi eru veittir á spítalanum en þeir eru veittir sterkum rannsóknarhópum á spítalanum sem þegar hafa öðlast alþjóðlega viðurkenningu. Að þessu sinni bárust 15 umsóknir um styrki úr Vísindasjóði Landspítala. Hvatningarstyrkina hlutu: Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir og prófessor (lyflækningasvið, öldrunarlækningar), til að leiða rannsóknina Samband D-vítamínsbúskapar við vitræna getu meðal eldra fólks á Íslandi; Sigurður Yngvi Kristinsson, sérfræðilæknir og prófessor (lyflækningasvið, blóðlækningar) til að leiða klínískar rannsóknir á góðkynja einstofna mótefnahækkun (MGUS) – fylgikvillum og horfum; og Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor (skurðlækningasvið, hjarta- og lungnaskurðlækningar) til að leiða rannsókn á árangri hjartaaðgerða.