• Sjóðir
    Verðlaun
    Læknadeild
    Viðurkenningar
    Úthlutun styrkja
    Hvatningarverðlaun Jónasar Magnússonar – úthlutun 5. apríl 2014 í Hörpu – Eyþór Björnsson, læknanemi á fjórða ári við Læknadeild Háskóla Íslands, bar sigur úr býtum í samkeppni um besta erindi læknanema eða unglæknis á vísindaþingi Skurðlæknafélags Íslands og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands sem fram fór helgina 4.-5. apríl 2014 í Hörpu. Hann hlaut í viðurkenningarskyni hvatningarverðlaun Jónasar Magnússonar. Auk Skurðlæknafélgas Íslands og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands kom Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna einnig að þinginu í ár. Þingið tókst mjög vel og mættu hátt í 350 manns mættu á það, sem er nýtt þáttökumet. Fyrir þingið voru valin úr 43 innsendum ágripum fimm bestu erindi læknanema eða unglæknis. Þessi erindi kepptu síðan til hvatningarverðlaunanna sem kennd eru við Jónas Magnússon prófessor og fór keppnin fram í Kaldalónssal Hörpu á laugardeginum. Sem fyrr segir bar Eyþór Björnsson, læknanemi á fjórða ári, sigur úr býtum fyrir verkefnið „Algengir erfðaþættir kransæðasjúkdóms hafa áhrif á útbreiðslu sjúkdómsins“. Um er að ræða framhald af þriðja árs verkefni Eyþórs við Læknadeild Háskóla Íslands sem hann hefur unnið frekar að á sl. ári í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu og lækna á Landspítala, m.a. Guðmund Þorgeirsson, prófessor við Læknadeild.