• Team Spark - Keppnislið HÍ í Formula Student
    Nemendur
    Verkfræðinemar við Háskóla Íslands í liðinu Team Spark hlutu viðurkenningu sem bestu nýliðarnir í flokki 1 í hinni alþjóðlegu kappaksturs- og hönnunarkeppni Formula Student sem haldin var á Silverstone-kappakstursbrautinni í Englandi dagana 10.-13. júlí. Þetta var í fjórða sinn sem lið frá Háskóla Íslands tók þátt í keppninni og atti það kappi við yfir 100 lið frá háskólum víðs vegar að úr heiminum. Lið Háskóla Íslands, sem skipað var liðlega 30 nemendum úr verkfræðideildum skólans, mætti með kappakstursbílinn TS14 til leiks en hann er rafknúinn og vann liðið að þróun hans allan síðasta vetur. Auk verkfræðinemanna komu nemendur úr vöruhönnun við Listaháskólann að hönnun ytra byrðis bílsins. Keppt er í tveimur flokkum í Formula Student, flokki 1 þar sem lið eru dæmd út frá bæði hönnun einstakra hluta bílsins og akstri hans á kappakstursbraut og í flokki 2 þar sem aðeins hönnun og áætlanir eru kynntar en ekki keppt í kappakstri. Team Spark keppti í flokki 1 í ár. Gríðarmikil vinna liggur að baki smíði bílsins og hún skilaði sér í glæsilegum árangri íslenska liðsins. Team Spark gerði sér lítið fyrir og hreppti 11. sæti fyrir kostnaðar- og framleiðslukynningu sína og í flokki viðskiptakynninga lenti liðið í 8. sæti. Þá skoraði liðið hæst allra liða fyrir endurnýjanleika með næstum fullt hús stiga. Bíllinn fór auk þess í gegnum fjölda prófana til að öðlast þátttökurétt í kappakstursflokki en náði ekki tilskildum fjölda prófana innan þess tíma sem gefinn var. Hann keppti því ekki í þeim flokki í ár en þess má geta að einungis 25% liða hafa að jafnaði klárað akstursliði keppninnar á hverju ári. Hins vegar þótti frammistaða liðsins á Silverstone það góð að aðstandendur keppninnar veittu því verðlaun sem bestu nýliðum í flokki 1 að þessu sinni.
  • Team Spark - Keppnislið HÍ í Formula Student
    Nemendur
    Verkfræðinemar við Háskóla Íslands í liðinu Team Spark hlutu viðurkenningu sem bestu nýliðarnir í flokki 1 í hinni alþjóðlegu kappaksturs- og hönnunarkeppni Formula Student sem haldin var á Silverstone-kappakstursbrautinni í Englandi dagana 10.-13. júlí. Þetta var í fjórða sinn sem lið frá Háskóla Íslands tók þátt í keppninni og atti það kappi við yfir 100 lið frá háskólum víðs vegar að úr heiminum. Lið Háskóla Íslands, sem skipað var liðlega 30 nemendum úr verkfræðideildum skólans, mætti með kappakstursbílinn TS14 til leiks en hann er rafknúinn og vann liðið að þróun hans allan síðasta vetur. Auk verkfræðinemanna komu nemendur úr vöruhönnun við Listaháskólann að hönnun ytra byrðis bílsins. Keppt er í tveimur flokkum í Formula Student, flokki 1 þar sem lið eru dæmd út frá bæði hönnun einstakra hluta bílsins og akstri hans á kappakstursbraut og í flokki 2 þar sem aðeins hönnun og áætlanir eru kynntar en ekki keppt í kappakstri. Team Spark keppti í flokki 1 í ár. Gríðarmikil vinna liggur að baki smíði bílsins og hún skilaði sér í glæsilegum árangri íslenska liðsins. Team Spark gerði sér lítið fyrir og hreppti 11. sæti fyrir kostnaðar- og framleiðslukynningu sína og í flokki viðskiptakynninga lenti liðið í 8. sæti. Þá skoraði liðið hæst allra liða fyrir endurnýjanleika með næstum fullt hús stiga. Bíllinn fór auk þess í gegnum fjölda prófana til að öðlast þátttökurétt í kappakstursflokki en náði ekki tilskildum fjölda prófana innan þess tíma sem gefinn var. Hann keppti því ekki í þeim flokki í ár en þess má geta að einungis 25% liða hafa að jafnaði klárað akstursliði keppninnar á hverju ári. Hins vegar þótti frammistaða liðsins á Silverstone það góð að aðstandendur keppninnar veittu því verðlaun sem bestu nýliðum í flokki 1 að þessu sinni.