• Undirritun samstarfssamnings við Hafrannsóknarstofnun
    Samningar – undirritun o.fl.
    Þann 1. júlí 2014 undirrituðu fulltrúar Háskóla Íslands og Hafrannsóknastofnunar nýverið viðauka við samstarfssamning stofnananna sem hefur það að markmiði að efla kennslu og rannsóknir á sviði haffræði við Jarðvísindadeild skólans og Jarðvísindastofnun. amstarf Hafrannsóknastofnunar og Háskóla Íslands hefur staðið yfir um árabil og hafa starfsmenn Hafrannsóknastofnunar m.a. sinnt kennslu við háskólann og kennarar skólans hafa haft rannsóknaaðstöðu á Hafrannsóknastofnuninni. Auk þess hafa nemendur og kennarar háskólans haft aðgang að rannsóknaskipum stofnunarinnar, bæði til kennslu og rannsókna, og stofnanirnar hafa unnið saman að rannsóknum í tengslum við rannsóknasetur og stofnanir víða út um land. Viðaukinn er gerður við samsstarfssamning sem stofnanirnar gerðu árið 2010 en þar var kveðið á um öflugt samstarf um rannsóknir á auðlindum sjávar og umhverfisþáttum sem tengjast þeim. Í viðaukanum eru sett fram skýr markmið um að efla sérstaklega kennslu og rannsóknir í haffræði, m.a. með tveimur störfum á sviði haffræði við Jarðvísindadeild og Jarð­vísindastofnun Háskólans, aukinni áherslu á MS- og doktorsverkefni i haffræði og að kennsla í haffræði verði í nánum tengslum við Hafrannsókna­stofnun, sem er öflugasta rannsóknastofnun landsins á þessu sviði. Vonir standa til að með samstarfinu verði til öflug eining fræðimanna sem tengist haffræði til að takast á við marg­þætt og flókin rannsóknaverkefni, t.d. vegna áðurnefndra hnattrænna breytinga. Þá hyggjast stofnanirnar efla sameiginlega sókn í innlenda og erlenda rannsóknasjóði.
  • Undirritun samstarfssamnings við Hafrannsóknarstofnun
    Samningar – undirritun o.fl.
    Þann 1. júlí 2014 undirrituðu fulltrúar Háskóla Íslands og Hafrannsóknastofnunar nýverið viðauka við samstarfssamning stofnananna sem hefur það að markmiði að efla kennslu og rannsóknir á sviði haffræði við Jarðvísindadeild skólans og Jarðvísindastofnun. amstarf Hafrannsóknastofnunar og Háskóla Íslands hefur staðið yfir um árabil og hafa starfsmenn Hafrannsóknastofnunar m.a. sinnt kennslu við háskólann og kennarar skólans hafa haft rannsóknaaðstöðu á Hafrannsóknastofnuninni. Auk þess hafa nemendur og kennarar háskólans haft aðgang að rannsóknaskipum stofnunarinnar, bæði til kennslu og rannsókna, og stofnanirnar hafa unnið saman að rannsóknum í tengslum við rannsóknasetur og stofnanir víða út um land. Viðaukinn er gerður við samsstarfssamning sem stofnanirnar gerðu árið 2010 en þar var kveðið á um öflugt samstarf um rannsóknir á auðlindum sjávar og umhverfisþáttum sem tengjast þeim. Í viðaukanum eru sett fram skýr markmið um að efla sérstaklega kennslu og rannsóknir í haffræði, m.a. með tveimur störfum á sviði haffræði við Jarðvísindadeild og Jarð­vísindastofnun Háskólans, aukinni áherslu á MS- og doktorsverkefni i haffræði og að kennsla í haffræði verði í nánum tengslum við Hafrannsókna­stofnun, sem er öflugasta rannsóknastofnun landsins á þessu sviði. Vonir standa til að með samstarfinu verði til öflug eining fræðimanna sem tengist haffræði til að takast á við marg­þætt og flókin rannsóknaverkefni, t.d. vegna áðurnefndra hnattrænna breytinga. Þá hyggjast stofnanirnar efla sameiginlega sókn í innlenda og erlenda rannsóknasjóði.