• Undirritun samstarfssamnings við Tsinghua-háskóla
    Samningar – undirritun o.fl.
    Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Chen Xu, forseti háskólaráðs Tsinghua-háskóla í Kína, undirrituðu samstarfssamning milli háskólanna í heimsókn Kristínar til Beijing nýverið. Chen Xu, sem er prófessor í rafmagnsverkfræði, er ein af fáum konum í Kína sem eru í forsvari fyrir háskóla. Með samningnum opnast möguleikar á stúdentaskiptum, kennaraskiptum og samstarfi um skilgreind rannsóknaverkefni. Tsinghua er einkum þekktur sem tækniháskóli en hefur smám saman aukið breidd í námsframboði og rannsóknum og starfar nú á sviðum hug-, félags- og menntavísinda auk heilbrigðis-, verkfræði og tæknigreina. Í alþjóðlegu gæðamati er Tsinghua almennt metinn annar áhrifamesti háskóli í Kína, næst á eftir Peking-háskóla. Tsinghua-háskóli var stofnaður árið 1911, sama ár og Háskóli Íslands.
  • Undirritun samstarfssamnings við Tsinghua-háskóla
    Samningar – undirritun o.fl.
    Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Chen Xu, forseti háskólaráðs Tsinghua-háskóla í Kína, undirrituðu samstarfssamning milli háskólanna í heimsókn Kristínar til Beijing nýverið. Chen Xu, sem er prófessor í rafmagnsverkfræði, er ein af fáum konum í Kína sem eru í forsvari fyrir háskóla. Með samningnum opnast möguleikar á stúdentaskiptum, kennaraskiptum og samstarfi um skilgreind rannsóknaverkefni. Tsinghua er einkum þekktur sem tækniháskóli en hefur smám saman aukið breidd í námsframboði og rannsóknum og starfar nú á sviðum hug-, félags- og menntavísinda auk heilbrigðis-, verkfræði og tæknigreina. Í alþjóðlegu gæðamati er Tsinghua almennt metinn annar áhrifamesti háskóli í Kína, næst á eftir Peking-háskóla. Tsinghua-háskóli var stofnaður árið 1911, sama ár og Háskóli Íslands.