• Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands 2014
    Verðlaun
    Kennarar
    Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands voru veitt í 16. sinn fimmtudaginn 20. nóvember 2014. Samkeppnin um hagnýtingarverðlaunin er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Tæknigarðs, Árnason|Faktor og Einkaleyfastofunnar sem leggja til verðlaunafé auk þátttöku í dómnefnd. Leitað var eftir hagnýtanlegum hugmyndum frá starfsmönnum og nemendum Háskóla Íslands og tengdum stofnunum.