• Priyanka Sahariah - Doktorsvörn - Heilbrigðisvísindasvið
    Doktorsvarnir
    Heilbrigðisvísindasvið
    Lyfjafræðideild
    9. júní 2015 varði Priyanka Sahariah doktorsritgerð sína í lyfjavísindum við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin bar heitið: Kítósanafleiður sem líkja eftir byggingareinkennum örverudrepandi peptíða (Efnasmíð og bakteríudrepandi eiginleikar) – Chitosan Derivatives mimicking structural motifs present in Antimicrobial peptides (Synthesis and Antibacterial Properties). Andmælendur voru dr. Francisco Fernandez-Trillo, vísindamaður við University of Birmingham, og dr. Sigríður Guðrún Suman, dósent við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Leiðbeinandi var dr. Már Másson, prófessor við Lyfjafræðideild, en auk hans sátu í doktorsnefnd dr. Knud Jensen, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, dr. Snorri Þór Sigurðsson, prófessor við Raunvísindadeild, dr. Guðmundur Hrafn Guðmundsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild, og dr. Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor við Lyfjafræðideild. Dr. Sesselja Ómarsdóttir, prófessor og deildarforseti Lyfjafræðideildar, stjórnaði athöfninni.