• Doktorsvörn - Ásbjörg Geirsdóttir
    Doktorsvarnir
    Heilbrigðisvísindasvið
    Læknadeild
    Ásbjörg Geirsdóttir varði doktorsritgerð sína í læknavísindum þann 6. nóvember 2015. Ritgerðin bar heitið: Súrefnisbúskapur sjónhimnu og aldursbundin augnbotnahrörnun – Retinal oximetry and age-related macular degeneration. Andmælendur voru dr. Toke Bek, prófessor í augnlæknisfræði við Háskólann í Árósum, og dr. Stefán B. Sigurðsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Leiðbeinandi var dr. Einar Stefánsson, prófessor við Læknadeild. Auk Einars sátu í doktorsnefnd Friðbert Jónasson, prófessor emeritus við Læknadeild, Haraldur Sigurðsson, sérfræðingur í augnlækningum, dr. Christopher Hudson, prófessor við University of Waterloo, Ontario í Kanada og dr. Jón Atli Benediktsson, prófessor og rektor Háskóla Íslands. Magnús Karl Magnússon, prófessor og deildarforseti Læknadeildar, stjórnaði athöfninni.