• Vísindaveisla á Húsavík 2016
    Háskólalestin
    Laugardaginn 30. maí 2015 var haldin vísindaveisla í Borgarhólsskóla á Húsavík. Þar fengu kennarar úr Háskóla unga fólksins til sín liðsauka og var eitt og annað skemmtilegt á boðstólnum. Stjörnutjaldið sívinsæla var á sínum stað og þá var næringarfræðingur á staðnum með skemmtilega leiki, róla sem teiknaði myndir fyrir gesti og gangandi, efnafræðingur var með sprengingar og litríkar lausnir, japanskan var á sínum stað með japanska búninga og ristjóri Vísindavefsins, sem kennir vísindaheimspeki í Háskóla unga fólksins, lagði ýmsar þrautir og gátur fyrir heimamenn.