• Brautskráning kandídata vor 2015
    Brautskráning
    Háskóli Íslands brautskráði metfjölda, eða 2081 kandídat, úr grunn- og framhaldsnámi laugardaginn 20. júní 2015. Tvær brautskráningarathafnir fóru fram í Laugardalshöll af því tilefni en þær voru þær síðustu hjá fráfarandi rektor, Kristínu Ingólfsdóttur. Brautskráningarathafnirnar voru tvær. Í þeirri fyrri, um morguninn, voru brautskráðir þeir kandídatar sem luku framhaldsnámi að loknu grunnnámi, þ.e. diplóma- og viðbótarnámi á framhaldsstigi, meistaranámi og kandídatsnámi. Alls voru 772 kandídatar brautskráðir með 779 prófgráður.