• Úthlutun úr Eggertssjóði 2015
    Sjóðir – Eggertssjóður
    Úthlutun styrkja
    Fimm ungir vísindamenn við Háskóla Íslands hlutu á dögunum styrki úr Eggertssjóði til rannsókna og tækjakaupa er tengjast rannsóknum. Styrkirnir nema samtals fimm milljónum króna. Tilgangur Eggertssjóðs er að styrkja rannsóknir á sviði jarðfræði og líffræði og renna vísindastyrkirnir í ár til fjölbreyttra rannsókna og tækjakaupa á sviðum jarð- og lífvísinda. Styrkþegar, sem allir hafa hafið störf við Háskóla Íslands á síðustu misserum, eru: Bryndís Marteinsdóttir, nýdoktor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, hlýtur styrk til rannsókna á því hvaða áhrif létt beitarálag sauðfjár og skordýraafrán hefur á uppbyggingu plöntusamfélaga í frumframvindu. Guðrún Valdimarsdóttir, lektor í sameinda- og frumulíffræði við Læknadeild Háskóla Íslands, hlýtur styrk til rannsóknaverkefnis þar sem markmiðið er að varpa ljósi á samspil mikilvægra vaxtarþátta í nýæðamyndun manna. Kirsten Marie Westfall, nýdoktor við Líf- og umhverfisvísindastofnun Háskóla Íslands, fær styrk til rannsókna á stórþara og hrossaþara þar sem ætlunin er að afla betri upplýsinga um aðgreiningu stofna innan tegundanna við Ísland og dreifigetu þeirra. Stefán Sigurðsson, dósent í lífefnafræði við Læknadeild Háskóla Íslands, hlýtur styrk til rannsóknarverkefnis þar sem hlutverk prótínsins ALKBH3 verður skoðað í viðgerð á DNA. Sæmundur Ari Halldórsson, nýdoktor við Norræna eldfjallasetrið við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, hlýtur styrk til þátttöku í alþjóðlegum rannsóknarleiðangi til jarðefnafræðirannsókna á eldfjöllum í austurhluta Úganda í Afríku.
  • Úthlutun úr Eggertssjóði 2015
    Sjóðir – Eggertssjóður
    Úthlutun styrkja
    Fimm ungir vísindamenn við Háskóla Íslands hlutu á dögunum styrki úr Eggertssjóði til rannsókna og tækjakaupa er tengjast rannsóknum. Styrkirnir nema samtals fimm milljónum króna. Tilgangur Eggertssjóðs er að styrkja rannsóknir á sviði jarðfræði og líffræði og renna vísindastyrkirnir í ár til fjölbreyttra rannsókna og tækjakaupa á sviðum jarð- og lífvísinda. Styrkþegar, sem allir hafa hafið störf við Háskóla Íslands á síðustu misserum, eru: Bryndís Marteinsdóttir, nýdoktor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, hlýtur styrk til rannsókna á því hvaða áhrif létt beitarálag sauðfjár og skordýraafrán hefur á uppbyggingu plöntusamfélaga í frumframvindu. Guðrún Valdimarsdóttir, lektor í sameinda- og frumulíffræði við Læknadeild Háskóla Íslands, hlýtur styrk til rannsóknaverkefnis þar sem markmiðið er að varpa ljósi á samspil mikilvægra vaxtarþátta í nýæðamyndun manna. Kirsten Marie Westfall, nýdoktor við Líf- og umhverfisvísindastofnun Háskóla Íslands, fær styrk til rannsókna á stórþara og hrossaþara þar sem ætlunin er að afla betri upplýsinga um aðgreiningu stofna innan tegundanna við Ísland og dreifigetu þeirra. Stefán Sigurðsson, dósent í lífefnafræði við Læknadeild Háskóla Íslands, hlýtur styrk til rannsóknarverkefnis þar sem hlutverk prótínsins ALKBH3 verður skoðað í viðgerð á DNA. Sæmundur Ari Halldórsson, nýdoktor við Norræna eldfjallasetrið við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, hlýtur styrk til þátttöku í alþjóðlegum rannsóknarleiðangi til jarðefnafræðirannsókna á eldfjöllum í austurhluta Úganda í Afríku.