• Doktorsvörn í rafmagns- og tölvuverkfræði: Gabriele Cavallaro
    Doktorsvarnir
    Rafmagns- og tölvuverkfræðideild
    Verkfræði- og náttúruvísindasvið
    Fimmtudaginn 30. júní 2016 varði Gabriele Cavallaro doktorsritgerð sína í rafmagns- og tölvuverkfræði við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild. Ritgerðin bar heitið: Flokkun fjarkönnunargagna í rófi og rúmi sem byggist á auðkennaprófílum og samhliðavinnslu (Spectral-Spatial Classification of Remote Sensing Optical Data with Morphological Attribute Profiles using Parallel and Scalable Methods). Andmælendur voru dr. Sébastien Lefèvre, prófessor í tölvunarfræði við University of South Brittany í Frakklandi, og Lori M. Bruce, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði við Mississippi State University í Bandaríkjunum. Leiðbeinandi var dr. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og prófessor við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild. Einnig sátu í doktorsnefnd dr. Antonio Plaza, prófessor við University of Extremadura á Spáni, og dr. Morris Riedel, aðjunkt við Verkfræði- og náttúruvísindasvið og stjórnandi High Productivity Data Processing Research Group við Jülich Supercomputing Centre í Þýskalandi. Dr. Kristinn Andersen, prófessor og deildarforseti Rafmagns- og tölvuverkfræðideildar, stjórnaði athöfninni.