• Úthlutun úr Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur
    Sjóðir – Styrktarsjóður Áslaugar Hafliðadóttur
    Úthlutun styrkja
    Miðvikudaginn 16. mars 2016 voru sex styrkir veittir úr Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur til eflingar íslenskri tungu. Styrkhafarnir voru Ari Páll Kristinsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Jóhannes Gísli Jónsson, prófessor í íslenskri málfræði við Hugvísindasvið, Baldur Sigurðsson, dósent í íslensku við Menntavísindasvið, Kristján Árnason, prófessor í íslenskri málfræði við Hugvísindasvið, Kristján Jóhann Jónsson, dósent í íslensku við Menntavísindasvið, Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslenskri málfræði við Hugvísindasvið. Þá hlaut Blekfjelagið, nemendafélag ritlistarnema á MA-stigi, einnig styrk úr sjóðnum til útgáfu bókarinnar „Á þrykk“. Þetta var í annað skipti sem úthlutað var úr sjóðnum og nam heildarupphæð styrkjanna 10 milljónum króna. Styrktarsjóður Áslaugar Hafliðadóttur var stofnaður við Háskóla Íslands árið 2013 til minningar um Áslaugu Hafliðadóttur og foreldra hennar, þau Sesselju Eiríksdóttur og Hafliða Jón Hafliðason. Meginmarkmið sjóðsins er að efla íslenska tungu með styrkjum til sérverkefna á sviði íslenskra fræða.