• Team Spark - kappaksturbíll afhjúpaður
    Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild
    Kynningar, þ.m.t. námskynningar nema háskóladagurinn
    Munir, gögn
    Nemendur
    Opnun, vígsla
    Fimmtudaginn 7. apríl 2016 afhjúpaði Team Spark kappakstursbílinn TS16. Liðið, sem skipað er verkfræðinemum við Háskóla Íslands, eyddi vetrinum í að hanna og smíða rafknúinn kappakstursbíl fyrir stærstu alþjóðlegu verkfræðinemakeppni í heimi, Formula Student. Mun Team Spark keppa á hinni frægu Silverstone-braut í Bretlandi sumarið 2016 og svo í fyrsta sinn einnig á Ítalíu. Þetta er í fimmta sinn sem Team Spark heldur út með bíl á keppnina en liðinu hefur farið mikið fram á þeim stutta tíma sem liðinn er síðan það hóf þátttöku í keppninni.