• Samstarf við Skálholtsskóla endurnýjað
    Fyrirtæki og stofnanir utan HÍ
    Samningar – undirritun o.fl.
    Samstarf
    Jón Atli Benediktsson rektor og Halldór Reynisson, verkefnisstjóri fræðslumála hjá Biskupsstofu, undirrituðu þann 30. mars 2016 samstarfssamning milli Háskóla Íslands og Skálholtsskóla. Samstarfið gefur kennurum og nemendum færi á að nýta aðstöðu í Skálholti til kennslu og rannsóknastarfa og ýmsum einingum skólans möguleika á að funda á þessu forna biskupssetri. Samningurinn tók við af eldri samningi frá árinu 1996 og kvað sá nýi m.a. á um að Háskóli Íslands og Skálholtsskóli vinni saman að fræðslu og rannsóknum og aukinni kynningu á þeirri menningu og sögu þjóðarinnar sem tengd er nafni Skálholts órjúfanlegum böndum. Það sé hægt að gera t.d. með ráðstefnum, fundum, námskeiðum og útgáfu. Í samningnum segir enn fremur að samstarfið geti m.a. falist í að Háskólinn styðji eftir atvikum kennara og doktorsnema til að nýta aðstöðu í Skálholti til kennslu eða rannsóknastarfa. Þá hyggst Skálholtsskóli veita Háskóla Íslands aðstöðu til fundarhalda fyrir stjórnsýslu og til funda, námskeiða og ráðstefna fyrir fræðasvið, deildir og stofnanir Háskólans eftir því sem við verður komið. Við þetta má bæta að Háskólinn og Skálholtsskóli hafa þegar komið upp sérstakri vinnuaðstöðu sem gerir fræðimönnum kleift að dvelja í Skálholti um lengri eða skemmri tíma. Skálholtsskóli annast bókanir á aðstöðunni.
  • Samstarf við Skálholtsskóla endurnýjað
    Fyrirtæki og stofnanir utan HÍ
    Samningar – undirritun o.fl.
    Samstarf
    Jón Atli Benediktsson rektor og Halldór Reynisson, verkefnisstjóri fræðslumála hjá Biskupsstofu, undirrituðu þann 30. mars 2016 samstarfssamning milli Háskóla Íslands og Skálholtsskóla. Samstarfið gefur kennurum og nemendum færi á að nýta aðstöðu í Skálholti til kennslu og rannsóknastarfa og ýmsum einingum skólans möguleika á að funda á þessu forna biskupssetri. Samningurinn tók við af eldri samningi frá árinu 1996 og kvað sá nýi m.a. á um að Háskóli Íslands og Skálholtsskóli vinni saman að fræðslu og rannsóknum og aukinni kynningu á þeirri menningu og sögu þjóðarinnar sem tengd er nafni Skálholts órjúfanlegum böndum. Það sé hægt að gera t.d. með ráðstefnum, fundum, námskeiðum og útgáfu. Í samningnum segir enn fremur að samstarfið geti m.a. falist í að Háskólinn styðji eftir atvikum kennara og doktorsnema til að nýta aðstöðu í Skálholti til kennslu eða rannsóknastarfa. Þá hyggst Skálholtsskóli veita Háskóla Íslands aðstöðu til fundarhalda fyrir stjórnsýslu og til funda, námskeiða og ráðstefna fyrir fræðasvið, deildir og stofnanir Háskólans eftir því sem við verður komið. Við þetta má bæta að Háskólinn og Skálholtsskóli hafa þegar komið upp sérstakri vinnuaðstöðu sem gerir fræðimönnum kleift að dvelja í Skálholti um lengri eða skemmri tíma. Skálholtsskóli annast bókanir á aðstöðunni.