• Doktorsvörn í hjúkrunarfræði - Sigrún Sigurðardóttir
    Doktorsvarnir
    Heilbrigðisvísindasvið
    Hjúkrunarfræðideild
    Föstudaginn 9. júní 2017 varði Sigrún Sigurðardóttir doktorsritgerð sína í hjúkrunarfræði. Ritgerðin bar heitið: Kynferðislegt ofbeldi í æsku: Afleiðingar og heildræn meðferðarúrræði. Childhood Sexual Abuse: Consequences and Holistic Intervention. Andmælendur voru dr. Mary Jo Kreitzer, prófessor við Háskólann í Minnesota, og dr. Guðrún Kristinsdóttir, prófessor emeritus við Menntavísindasvið. Umsjónarkennari og meðleiðbeinandi í verkefninu var dr. Sóley S. Bender, prófessor við Hjúkrunarfræðideild. Aðalleiðbeinandi var dr. Sigríður Halldórsdóttir, prófessor við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd dr. Berglind Guðmundsdóttir, dósent við Læknadeild, og dr. Guðrún Agnarsdóttir, læknir. Dr. Helga Jónsdóttir, deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar, stjórnaði athöfninni.