• Háskóladagurinn 2017
    Háskóladagurinn – opið hús í HÍ
    Yfir 400 námsleiðir í grunn- og framhaldsnámi voru kynntar á Háskóladeginum laugardaginn 4. mars 2017. Boðið var upp á lifandi og litríka vísindamiðlun, rússneska þjóðdansakennslu, ferðir um himingeiminn í Stjörnutjaldinu, leiðnimælingu á líkamssamsetningu, og tónlistaratriði. Auk þess að kynna námsframboð við skólann kynntu nemendur og starfsmenn margþætta þjónustu, félagslíf og spennandi starfsemi, tæki og búnað í rannsóknastofum og öðrum húsakynnum. Á staðnum voru vísindamenn, kennarar og nemendur úr öllum deildum háskólans sem svöruðu spurningum um allt milli himins og jarðar – eða því sem næst.