• Best fyrir börnin - Er þetta ekki bara frekja?
    Fræðsla fyrir almenning
    Fyrirlestrar
    Þann 18. janúar 2018 flutti Urður Njarðvík, dósent við Sálfræðideild, erindi sem bar heitið Er þetta ekki bara frekja? Samspil kvíða og hegðunarvanda barna. Í erindinu var fjallað um birtingarmynd kvíða meðal barna og unglinga og hvernig foreldrar geta tekist á við þennan vanda heima fyrir. Einnig var rætt um tengsl kvíða við hegðunarvanda, hvernig einkenni kvíða eru oft mistúlkuð sem mótþrói og frekja og hvers vegna börn með ADHD eru í sérstakri áhættu til að þróa með sér kvíðaraskanir. Fyrirlestur Urðar var sá fyrsti í nýrri fyrirlestraröð sem Háskóli Íslands hleypti af stokkunum á árinu 2018 og bar heitið Háskólinn og samfélagið. Viðfangsefni fyrirlestraraðarinnar verða af ýmsum toga en eiga það sameiginlegt að hafa verið áberandi í samfélagsumræðunni síðustu misseri. Í fyrstu fræðslufundaröðinni var velferð barna og ungmenna í brennidepli.