• Laganemi við lestur í háskólabókasafni
    Nemendur
    Lagadeild
    Sigfús Gauti Þórðarson laganemi við lestur í lestrarsal háskólabókasafns, sem var þá til húsa í vesturálmu Aðalbyggingar, rétt innan við anddyrið. Myndin er tekin í janúar 1970. Sigfús Gauti lauk síðan cand. jur.-prófi haustið 1971. Sumarið 1970 eða 1971 fengu laganemarnir til afnota kennslustofu á 2. hæð í Aðalbyggingu til að spila borðtennis í lestrarpásunum. Þeim var leyft að flytja borðtennisborð, líklega úr Gamla-Garði, upp í þessa stofu. Oft var mikil spenna og fjör í þessum leikjum. Þá um sumarið spiluðu stúdentarnir einnig „crocket“ úti á grasflötinni fyrir framan háskólabygginguna og var það ekki síður skemmtilegt. Þannig fengu þessir ungu laganemar útrás og kærkomna hvíld frá lestrinum áður en þeir urðu síðan virðulegir lögfræðingar.
  • Stúdentar og kennarar guðfræðideildar árið 1944.
  • Kennsla í heimspekideild 1969-1970
    Aðalbygging
    Árnagarður
    Pálmi Jóhannesson nemandi í frönsku, sagnfræði og málvísindum veturinn 1969-1970 tók þessar myndir af kennurum sínum og samstúdentum. Pálmi var síðar skrifstofustjóri verkfræðideildar í áratugi.
  • Doktorsvörn Stefán Ragnar Jónsson 9.10.2009
    Doktorsvarnir
    Doktorsvörn Stefán Ragnar Jónsson 9.10.2009 Föstudaginn 9. október 2009 fór fram doktorsvörn frá Læknadeild Háskóla Íslands. Þá varði Stefán Ragnar Jónsson líffræðingur doktorsritgerð sína „The Antiretroviral APOBEC3 Proteins of Artiodactyls“ (Íslenskur titill: Retróveiruhindrinn APOBEC3 í klaufdýrum). Andmælendur voru dr. Klaus Strebel, National Institute of Allergy and Infectious Diseases, NIH, í Bethseda í Bandaríkjunum og dr. Jón Jóhannes Jónsson, dósent við Læknadeild HÍ. Leiðbeinendur Stefáns voru dr. Valgerður Andrésdóttir, vísindamaður á Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, og dr. Reuben S. Harris, dósent, Department of Biochemistry, Biophysics and Molecular Biology, University of Minnesota. Aðrir í doktorsnefnd voru dr. Ólafur S. Andrésson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ, dr. Eiríkur Steingrímsson, prófessor við Læknadeild HÍ, og Guðmundur Pétursson, prófessor emeritus, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum. Dr. Guðmundur Þorgeirsson, prófessor og forseti Læknadeildar Háskóla Íslands, stjórnaði athöfninni sem fór fram í Öskju. Ágrip úr ritgerð Í þessu verkefni voru APOBEC3-gen og prótein klaufdýra (nautgripa, kinda og svína) klónuð og virkni og sértækni þeirra athuguð. Samræktunartilraunir voru notaðar til að sýna fram á að stöðug tjáning manna APOBEC3G í veiru-framleiðandi svínafrumum kom í veg fyrir sýkingu yfir í mannafrumur. Rannsóknirnar voru unnar á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og við Lífefna- og sameindalíffræðideild University of Minnesota Um doktorsefnið Stefán Ragnar Jónsson er fæddur árið 1977. Hann lauk stúdentsprófi frá náttúrufræðibraut Menntaskólans í Kópavogi árið 1997 og BS-gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands í júní 2000. Hann hóf meistaranám við Læknadeild Háskóla Íslands árið 2001 og doktorsnám við sömu deild 2004. Foreldrar Stefáns eru Jón Kr. Stefánsson lyfjafræðingur og Hanna G. Ragnarsdóttir vefnaðarkennari.
  • Doktorsvörn María Ragnarsdóttir 5. september 2008
    Doktorsvarnir
    Kennarar
    Nemendur
    Gestir
    Deildarforsetar
    Doktorsvörn María Ragnarsdóttir 5.9.2008 Föstudaginn 5. september 2008 fór fram doktorsvörn í sjúkraþjálfun við læknadeild Háskóla Íslands. Þá varði María Ragnarsdóttir sjúkraþjálfari, MSc, doktorsritgerð sína Öndunarhreyfingamælirinn ÖHM-Andri. Áreiðanleiki, viðmiðunargildi og gagnsemi í klínískri vinnu. Andmælendur voru dr. Margareta Emtner prófessor í sjúkraþjálfun við háskólann í Uppsölum og dr. Eyþór H. Björnsson sérfræðingur í lungnasjúkdómun við LSH. Leiðbeinandi í verkefninu var dr. Ella Kolbrún Kristinsdóttir, dósent við sjúkraþjálfunarskor HÍ. Kristján Erlendsson, varaforseti læknadeildar, stjórnaði athöfninni sem fór fram í hátíðasal, Aðalbyggingu.
  • Ingibjörg R. Magnúsdóttir
    Undirritun samninga
    Undirritun stofnskrár Rannsóknarsjóðs Ingibjargar R. Magnúsdóttur 29.06.07 Ljósmynd: Jóra
  • Háskóli Íslands fær fjárveitingar
    fjárveitingar
    háskóla Íslands
    Rektorar
    Geir Haarde fjármálaráðherra, Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, undirrituðu í gær samning milli menntamálaráðuneytisins og Háskóla Íslands um fjárveitingar til kennslu.
  • Helgi Sigvaldason verkfræðingur, Ragnar Ingimarsson verkfræðingur, Oddur Benediktsson verkfræðingur og Magnús Magnússon prófessor við rafreikninn sem kominn er á sinn stað í Raunvísindastofnun í desember 1964.