• Raunvísindastofnun Háskólans
    Þorsteinn Sigfússon eðlisfræðingur við störf sín á Raunvísindastofnun 1986. Á myndinni sést tölvustýrt neistaskurðartæki til sýnagerðar í þéttefnisfræði, smíðað á stofnuninni.
  • Verkefnisstjórn um stefnu opinberra háskóla
    Fundir
    Rektorar
    Verkefnisstjórn um stefnu samstarf opinberra háskóla - Fundur verkefnisstjórnar 25.11.2010 Í ágúst 2010 gaf ráðherra mennta- og menningarmála út stefnu um samstarf opinberra háskóla. Stefna stjórnvalda er að standa vörð um starfsemi opinberu háskólanna með því að stofna samstarfsnet þeirra og efna til stóraukins samstarfs, með hugsanlega sameiningu í huga. Markmið stefnunnar er í fyrsta lagi að efla háskólakennslu, rannsóknir og nýsköpun til styrktar framtíðaruppbyggingu íslensks samfélags, í öðru lagi að hagræða í rekstri háskólanna þannig að fjármunir nýtist sem allra best og í þriðja lagi að halda uppi öflugri og fjölbreyttri háskólastarfsemi víðs vegar á landinu. Mennta- og menningarmálaráðherra skipaði verkefnisstjórn í ágúst 2010 og hóf hún þá störf ásamt fjórum vinnuhópum skömmu síðar. Miðað er við að í september 2012 verði markmið um stofnun samstarfsnetsins komin að fullu til framkvæmda.
  • Lífvísindasetur í Læknagarði 19.10.2010
    Kynningar
    Læknagarður
    Læknadeild
    Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra heimsótti Lífvísindasetur í Læknagarði þann 19. október 2010 en þar fara fram fjölbreyttar rannsóknir á sviði lífvísinda sem miða m.a. að því að rannsaka orsakir ýmissa sjúkdóma. Á sjötta tug vísindamanna starfar í Lífvísindasetrinu við rannsóknir á sviði erfða-, frumu og sameindalíffræði. Vísindamenn setursins kljást við verkefni allt frá smæstu einingum frumunnar til rannsókna á samskiptum fruma og uppruna sjúkdóma. Stór hluti rannsókna setursins byggist á framlagi doktorsnema við Háskóla Íslands. Allir rannsóknahópar setursins eiga það sameiginlegt að notast við erfða-, sameinda- og frumulíffræði til að skilja starfsemi lífvera og eðli sjúkdóma. Eiríkur Steingrímsson, prófessor í sameindalíffræði við Læknadeild HÍ, kynnti ráðherra starfsemi setursins og kom fram í máli hans að nokkur rannsóknateymi Lífvísindasetursins beina sjónum að sameindalíffræði krabbameins og hluti vinnunnar miðast við að þróa lyf í baráttunni við þennan vágest, m.a. til að lækna ákveðnar gerðir brjóstakrabbameins. Sú vinna hefur skilað verulegum árangri en Jórunn Eyfjörð og Helga Ögmundsdóttir, prófessorar við Læknadeild HÍ, fara fyrir þeim rannsóknum.
  • Nýnemadagar 2010
  • Nýnemadagar 2010
  • Háskólaráð 2. september 2010
    Háskólaráð
    Nýkjörið háskólaráð haustið 2010
  • Háskólaráð 2. september 2010
    Háskólaráð
    Nýkjörið háskólaráð haustið 2010
  • Rannsóknastofa um háskóla 2.9.2010
    Rannsóknastofa um háskóla
    Hátíðarsalur
    Rannsóknastofa um háskóla hélt kynningarfund og málstofu fimmtudaginn 2. september 2010 í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Stofan er starfrækt við Menntavísindasvið en í stjórn hennar sitja Anna Ólafsdóttir lektor, Guðrún Geirsdóttir dósent og varaformaður, Gyða Jóhannsdóttir dósent og ritari, Páll Skúlason prófessor og formaður og Jón Torfi Jónasson prófessor og forseti Menntavísindasviðs. Markmið rannsóknarstofunnar eru að stuðla að rannsóknum á háskólum og starfsemi þeirra, halda til haga niðurstöðum íslenskra rannsókna á háskólum þannig að þær séu aðgengilegar, stuðla að aukinni fræðslu um háskóla á meðal fræðimanna, stjórnvalda og almennings og efla skilning á gæðum og gildum háskólastarfs. Stjórn stofunnar óskar eftir samstarfi við allt áhugafólk í íslensku fræðasamfélagi um að vinna að þessum markmiðum. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, flutti ávarp og opnaði vefsíðu stofunnar. Þá kynntu Anna Ólafsdóttir og Jón Torfi Jónasson vefsíðuna, ráðstefnu CHER (Consortium of Higher Education Researchers), sem haldin verður á vegum stofunnar í júní 2011, og rannsóknarverkefni og styrk sem mennta- og menningarmálaráðherra veitti stofunni nýverið. Germain Dondelinger, yfirmaður háskólamála í ráðuneyti menningar, æðri menntunar og rannsókna í Lúxemborg, hélt erindið Quality and Quality Assurance in Higher Education: the European Debate. Páll Skúlason fjallaði um hlutverk og starfshætti háskóla og varpaði fram spurningum þar um. Í lokin fóru fram pallborðsumræður um málefni háskóla sem Gyða Jóhannsdóttir stýrði. Þátttakendur í pallborði voru Allyson Macdonald prófessor, Guðmundur Heiðar Frímannsson prófessor, Hellen Gunnarsdóttir skrifstofustjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti og Rúnar Vilhjálmsson prófessor. Fundarstjóri var Guðrún Geirsdóttir.
  • Talmeinafræði 27.8.2010
    Móttökur
    Læknagarður
    Læknadeild
    Íslensku- og menningardeild
    Menntavísindasvið
    Sálfræðideild
    Haustið 2010 hófst kennsla í talmeinafræði á meistarastigi við Háskóla Íslands. Námið er skipulagt sameiginlega af Menntavísindasviði, Íslensku- og menningardeild á Hugvísindasviði og Læknadeild og Sálfræðideild á Heilbrigðisvísindasviði. Læknadeild hefur umsjón með náminu og brautskrást nemendur þaðan. Heyrnar- og talmeinastöð styrkir námsbrautina með stöðu stundakennara auk þess sem hún hefur yfirumsjón með starfsþjálfun nemenda. Meistaranám í talmeinafræði er þverfræðilegt nám sem miðar að því að veita vísindalega þjálfun og búa nemendur fyrst og fremst undir störf talmeinafræðinga á ýmsum vettvangi og vísindastörf af ýmsu tagi. Námið er 120 einingar og skiptist í 30 eininga lokaverkefni, námskeið á framhaldsnámsstigi, málstofur og starfsþjálfun. Áætlað er að tekið verði inn í námið annað hvert ár og takmarkast fjöldi nýrra nemenda við 15 manns. Við upphaf misseris efndu aðstandendur meistaranáms í talmeinafræði til móttöku í Læknagarði fyrir nemendur, námsstjórn og ýmsa velunnara.
  • Úthlutun úr Styrktarsjóði Margaret og Bent Sch. Thorsteinssonar
    Viðburðir
    Úthlutun úr Styrktarsjóði Margaret og Bent Scheving Thorsteinssonar. Styrkur til rannsóknar á einelti. Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni hefur hlotið styrk til rannsóknar á einelti gegn börnum á Íslandi. Um er að ræða heildstæða, þverfræðilega rannsókn í samvinnu Félagsráðgjafardeildar, Lagadeildar og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Þórhildur Líndal, forstöðumaður stofnunarinnar, tók við styrk að fjárhæð 2,2 milljónir króna við hátíðlega athöfn. Markmið rannsóknarinnar er að greina þekkingu á tíðni eineltis, viðbrögð við því og lagaúrræði þegar um einelti er að ræða. Skoðuð verður skilgreining á einelti í lögum og stjórnvaldsfyrirmælum, innan sem utan skólakerfisins og í félagslegri þjónustu við börn. Þá verður rannsakað hvort viðbrögð við einelti séu samræmd af hálfu þeirra sem vinna með börnum. Rannsókninni er ætlað að efla sérfræðiþekkingu á einelti enn frekar og styrkja þannig félagsleg og lagaleg úrræði til að sporna við því. Á undanförnum árum hefur einelti vakið aukna athygli, ekki síst það sem fram fer meðal skólabarna. Vandinn hefur verið viðurkenndur en þrátt fyrir það er einelti staðreynd og alvarlegt vandamál hér á landi. Rannsakendur telja brýnt að skoða einelti út frá mismunandi sjónarhornum, þ.e. frá sjónarhorni lögfræðinnar, félagsráðgjafar og menntavísinda, og leita frekari leiða til að samræma og samhæfa þá þekkingu sem nú þegar er til staðar. Hugmyndin er að niðurstöður geti gert löggjafanum, framkvæmdar- og þjónustuaðilum betur kleift að samræma þekkingu sína á einelti, sem aftur gæti leitt til bættrar löggjafar og markvissari stjórnsýslu og þjónustu við börn í íslensku samfélagi. Rannsóknarverkefnið verður unnið af þremur meistaranemum frá Lagadeild, Félagsráðgjafardeild og Menntavísindasviði. Verkefnisstjóri eineltisrannsóknarinnar er Þórhildur Líndal en dr. Brynja Bragadóttir verður ráðgefandi sérfræðingur. Einnig koma að rannsókninni Halldór S. Guðmundsson lektor og Halldóra Vanda Sigurgeirsdóttir lektor.