Háskóli Íslands og Hallormsstaður
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Ragna Dagbjört Davíðsdóttir, skólameistari Hallormstaðaskóla, undirrituðu 28. nóvember 2023 viljayfirlýsingu um að skólarnir tveir hefji formlegar viðræður um samvinnu um nám í skapandi sjálfbærni á háskólastigi sem fram færi við Hallormstaðaskóla á vegum Háskóla Íslands.